Ertu best/ur til verksins?

Ég hef, eins og margir aðrir, gert þau mistök að halda að ég sé sá aðili sem hæfastur til að sinna vissu verki. Jafnvel hugsað með mér „það er auðveldara að gera þetta sjálfur“ og ákveðið að það væri vonlaust að fá aðra til verksins.

En hvað ef þú ert ekki best eða bestur til þess að sinna þessu verki?
Hvað ef þínum tíma er betur varið í önnur mál?
Hvað ef verðmæti þitt liggur annarsstaðar?
Hvað ef einhver annar er betri/fljótari að klára verkið?

Sem stjórnandi átt þú að umkringja þig fólki sem er hæfileikaríkara en þú á ákveðnum sviðum. Já, helst átt þú að finna fólk sem er klárara en þú til að sinna verkefnum sem það getur sinnt betur en þú gætir. Ef þú ert klárasti einstaklingurinn í fyrirtækinu, þá takmarkast fyrirtækið alltaf við hvað þú getur gert eða hvað þú getur kennt öðrum.

En ef þú ræður fólk sem er klárara á vissum sviðum, eða þjálfar fólk í fyrirtækinu og gerir þeim kleift að vaxa, þá eru engin takmörk fyrir því hvað fyrirtækið getur gert.

Vissulega þarft þú sem stjórnandi að þekkja til og kunna á sem flest í fyrirtækinu, en þú átt ekki að vera best/ur í neinu, nema kannski leiðtogahæfileikum, yfirsýn og verkstjórn.

Rory Vaden og félagar í Brand Builders Group hafa umbylt tímastjórnun og sýnt að það er ekki nóg að hugsa bara um skilvirkni verkefnalistans til að hámarka tíma okkar. Það koma jú alltaf fleiri verkefni.
Og ekki er heldur nóg að forgangsraða mikilvægari verkefnum fremst, það eykur ekki við tímann sem við höfum.
Heldur ættum við, samkvæmt Rory, að hugsa líka um
– Getum við sleppt þessu verkefni?
– Getum við útvistað verkefninu?
– Getum við sjálfvirknivætt það?
Sé svarið „Nei“ við öllum þrem, þá spyrjum við hvort fresta megi verkefninu og förum með það í gegnum ferlið aftur síðar.

Ef við við getum útvistað því, þá eigum við að fjárfesta allt að 30x lengri tíma í að kenna öðrum verkefnið en við eyðum í að gera það sjálf.
– Verkefni sem tekur mig 5 mínútur á dag
– Má taka 150 mínútur að kenna öðrum
– Sparar mér 1.150 mínútur á ári
– 5mín á dag x 5dagar í viku x 52 vikur = 1300 mín
– Drögum frá 150 mínútur sem tók að kenna og græddum þá 1.150 mínútur það árið.

Því spyr ég aftur „Ert þú endilega best/ur til að sinna þessu verkefni?

Færðu inn athugasemd